Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sýning í tveimur löndum samtímis
Fimmtudagur 17. júlí 2014 kl. 09:11

Sýning í tveimur löndum samtímis

Í dag fimmtudag verður opnuð samtímis "myndlistasýning"  á Icelandair Hótelinu í Keflavík og á veitingahúsinu Stella by Starlight í Arnhem Hollandi.
Þar sýna saman Guðmundur R Lúðvíksson, Pieter Drift  og Willem Jakobs. Þeir tveir síðarnefndur eru frá Hollandi og eru búsettir þar. Sýningin er samtengd á milli tveggja borða, annarsvegar hér heima og hinsvegar á veitingstaðnum í Arnhem og borðs á Icelandair Hótelinu, í gegnum Skype. Gestir geta því rætt saman hér heima við gesti í Hollandi og skoðað verkin á báðum stöðum samtímis.

Báðir staðirnir bjóða um leið upp á sérstakan matseðil. Stella by Starlight býður Hollendingum upp á
Íslenska kjötsúpu, fikibollur, harðfisk og skyr, en veitingastaðurinn í Keflavík upp á Hollenska kartöflusúpu og bakaðar fylltar Hollenskar kartöflur gratineraða í ofni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýningin hefst kl. 16.00 og 20.00 og stendur stutt yfir en eru allir velkomnir