Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sýnið tillitssemi, ég er frávik
Miðvikudagur 19. júlí 2006 kl. 10:54

Sýnið tillitssemi, ég er frávik

Hljómsveitin Æla hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu sem ber heitið „Sýnið tilittsemi, ég er frávik.“ Æla hefur verið starfandi í þeirri mynd sem hún er í dag frá árinu 2003. Í upphafi átti Æla bara að vera gott partý en nú er komin út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar. Skrautleg sviðsframkoma og kyngimagnaður kraftur á sviði hafa verið aðaleinkenni hljómsveitarinnar þar sem forsprakki sveitarinnar er vopnaður stól og þráðlausum gítarsendi og á hann til að príla uppí rjáfur eða jafnvel útaf staðnum.

Æla leikur pönkskotna rokkmúsík sem hefur verið líkt við hljómsveitir á borð við The Rapture, Purk Pillnikk, Minute Men og Shellac. Platan inniheldur 15 lög sem tekin voru upp á síðasta ári í Keflavík. Ingi Þór Ingibergsson stjórnaði upptökum og sá um hljóðblöndun ásamt hljómsveitinni sjálfri.

Það er Geimsteinn í Keflavík sem gefur út og Sena sér um dreifingu.

Formlegir útgáfutónleikar verða auglýstir síðar en Æla spilar á Paddy´s í Keflavík fimmtudaginn 20. júlí ásamt Koju og Lokbrá.

Lögin á breiðskífunni
Sýnið tillitssemi, ég er frávik:


1. Ekki snerta mig
2. Óður til hinna guðdómlegu neanderdalsmanna
3. Tequila Sundown
4. Hommar
5. Pirringur
6. Banani bjargaði lífi mínu
7. Magnarinn
8. Blómin og gleðin
9. B.P. í heimi
10. Hneit þar
11. Febrúar
12. Fuglinn í fjörunni
13. Rockville/Byrgið
14. Hent´essu í mig
15. Love the Honey

Þá er bara að skreppa í næstu plötubúð og biðja um Ælu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024