Syngjandi páfagaukur vill komast heim
Syngjandi sæll og glaður blár og gulur páfagaukur er nú í góðu yfirlæti á Melavegi í Njarðvík. Gauksi fannst utandyra og vill örugglega komast heim til sín. Gaukurinn er mjög gæfur og getur eigandi hans vitjað hans með því að hringja í síma 421 2144.
Myndin: Þetta er ekki páfagaukurinn sem fannst við Melaveg, en hann er sömu tegundar. Mynd úr safni.