Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Syngjandi lögregluþjónn í Garðinum
Fimmtudagur 17. september 2009 kl. 11:27

Syngjandi lögregluþjónn í Garðinum

Börnin á leikskólanum Gefnarborg í Garði taka við umferðarfræðslunni í gegnum söng. Í morgun mætti Kristján Geirsson, sem er löggan í Garðinum, ásamt Lúlla löggubangsa á leikskólann í Garði. Með í för var einnig gítarinn, enda er löggan í Garðinum sannarlega syngjandi lögga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Börnin á Gefnarborg höfðu æft söng um Lúlla löggubangsa sem síðan var sunginn í morgun við undirspil Kristjáns eða Krissa löggu. Farið var yfir umferðarreglurnar og þá sagði Krissi börnunum sorgarsögu af Lúlla löggubangsa sem var illa haldinn í morgun, með sáraumbúðir og plástur.

Þá heimsótti bæjarstjórinn einnig leikskólann í morgun. Börnin rukkuðu hann um húfur sem stendur á "Ég elska Garðinn" en grunnskólabörnin fengu slíkar húfur á dögunum og fannst leikskólabörnum þau einnig eiga skilið að fá svoleiðs húfur. Bæjarstjórinn lofaði börnunum húfu við fyrsta tækifæri.



Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi af morgunstundinni með syngjandi lögregluþjóninum í Garði.



Að neðan má sjá Krissa löggu ásamt yngri nemendum Gefnarborgar. Lúlli löggubangsi fékk að vera með á myndinni. Einhverjir reyna að stinga af úr myndatökuni...