Sýndi Fjörheimakrökkum handtökin
 Jóhann R Kristjánsson borðtenniskappi heimsótti borðtennisklúbb Fjörheima síðasta miðvikudag. Hann spilaði við krakkana og sýndi þeim hvernig hægt er að verða afburða borðtennisspilari.
Jóhann R Kristjánsson borðtenniskappi heimsótti borðtennisklúbb Fjörheima síðasta miðvikudag. Hann spilaði við krakkana og sýndi þeim hvernig hægt er að verða afburða borðtennisspilari. 
Einnig talaði hann um ferð sýna á næstu ólympíuleika sem hann er búinn að setja stefnuna á að komast á. Eins og stendur er Jóhann númer 14 á heimslista yfir bestu borðtennisspilara heims í hans flokki, en aðeins 16 komast að og á hann því góða möguleika á að komast á leikana.
Margir reyndu sig við að leggja meistarann, en enginn hafði erindi sem erfiði enda fagmaður þar á ferð. Fjörheimar vilja hins vegar koma á framfæri þökkum til Jóhanns fyrir heimsóknina.
Mynd/ www.fjorheimar.is


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				