Sýna afrakstur vorannar í Svarta Pakkhúsinu
Nemendur Myndlistarskóla Reykjaness sýna afrakstur vorannar í Svarta Pakkhúsinu nú um helgina.
Nemendurnir lærðu ýmsar aðferðir í Myndlistarskólanum og því eru myndirnar og verkin á sýningunni mjög margbreytileg. Þar sem sýningarrýmið er vanalega notað sem kennslusalur þurfti að gera eitthvað við borðin, stólana og vinnugallana. Því var ákveðið að umbreyta þeim í skúlptúr.
Einungis er sýnt þessa tvo daga og um að gera að láta sýninguna ekki fram hjá sér fara. Húsið verður opið á milli klukkan 13 og 17.
VF/mynd Margrét
Hjördís Árnadóttir settist á skólabekk vor og lærði að mála