Svona væri lífið með augum Google
Fjölmargir hafa skoðað nýja götusýn Google eftir að myndir úr Íslandsferð þeirra voru gerðar aðgengilegar nú fyrir helgi. Þeir sem skoðað hafa götusýnina taka eftir að búið er að setja „móðu“ yfir öll andlit og auðkenni eins og bílnúmer og merkingar.
Ljósmyndari Víkurfrétta átti leið um Ásbrú nú rétt áðan og sá þá myndarlegan hóp leikskólabarna frá Leikskólanum Velli á gönguferð með leikskólakennurum sínum. Nú getið þið ímyndað ykkur hvernig lífið væri á netinu ef við þyrftum að fara eftir sömu reglum og Google og setja móðu yfir öll andlit og merkingar.
VF-mynd: Hilmar Bragi