SVONA EIGA AFMÆLI AÐ VERA!
Krakkarnir á Gimli fóru í sannkallaða skógarferð á mánudaginn. Ein hnáta í hópnum, Kristjana, átti afmæli og því var stundað út í góða veðrið með nesti í poka. Áfangastaðurinn var skrúðgarðurinn í Njarðvík, sem er að verða gróskumikill eftir ágæta blöndu af sól og rigningu. Þar var sest niður og afmælissöngurinn sunginn fyrir Kristjönu sem varð fimm ára þennan dag. Ljósmyndari VF mætti að sjálfsögðu í veisluna og tók meðfylgjandi ljósmynd. Kristjana er fyrir miðri mynd hér að neðan.