Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Svipmyndir frá þorrablóti í Garði
Sunnudagur 24. janúar 2010 kl. 16:23

Svipmyndir frá þorrablóti í Garði

Svipmyndir frá þorrablóti Suðurnesjamanna í Garði eru komnar í ljósmyndasafn Víkurfrétta. Ljósmyndari blaðsins kíkti við á þorrablótinu og fangaði stemmninguna í nokkrar myndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þorrablótið í Garði gerði mikla lukku og af Facebook-síðum má lesa að það sé vilji fólks að þorrablótið í Garði verði að árlegum viðburði. Hátt í 700 manns voru í borðhaldinu í gærkvöldi og síðan var dansleikur með hljómsveitinni Buff fram á nótt. Þá voru fjölmörg önnur skemmtiatriði og mikil stemmning í húsinu.


Það voru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sem stóðu fyrir þorrablótinu ásamt unglingaráði Víðis en afrakstur þorraveislunnar rennur til þessara þriggja aðila.


Myndirnar frá þorrablótinu eru hér!



Mynd: Sóknarpresturinn í Garði gerði stormandi lukku þegar hann fór á svið og söng tvö fjörug og skemmtileg lög.


Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson