Sveppi og Auddi verða í afmæli Fjörheima
Félagsmiðstöðin Fjörheimar fagnar 20 ára starfsafmæli á árinu og verður af því tilefni efnt til afmælisskemmtunar í Stapa miðvikudaginn 26. nóvember n.k. frá kl. 19:30 til 21:30.
Ávarp flytja Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og Helga Dagný Sigurjónsdóttir formaður Fjörheimaráðs. Fram koma sigurvegarar í einstaklings og hópakeppni Fjörheima 2003, unglingahljómsveitin Thundercats sem sló í gegn á fatahönnunarkeppni Fjörheima, Jón Víðis atvinnugaldamaður sýnir listir sínar og Sveppi og Auddi frá hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti popptíví mæta á staðinn. Ef tími vinnst til endar kvöldið á Karaokesöng fyrir þá sem vilja.
Heppinn gestur fær nýjan gsm síma í afmælisgjöf frá Fjörheimum ásamt 2000 kr. inneign.
VF-ljósmynd: Sveppi og Auddi fögnuðu með vinnuskólakrökkum Reykjanesbæjar í sumar.