Svenni Björgvins með nýjan disk
Út er kominn nýr geisladiskur með Svenna Björgvins, „It‘s me“. Diskurinn inniheldur 12 lög sem Svenni hefur verið með á netinu undanfarið og fengið mjög góð viðbrögð erlendis frá.
Lögin eru blanda af poppi og kántrýi ásamt acoustic lögum. Svenni hefur undanfarin ár unnið með erlendum textahöfundum, og eiga 3 þeirra texta við 6 lögin. Lögin eru öll á ensku og spilar Svenni á flest öll hljóðfæri ásamt því að syngja öll lögin og flestar milliraddir.
Diskurinn er þegar kominn á erlendar digital verslanir og síður á netinu eins og Itunes, Amazon, Spotify og Cdbaby svo eitthvað sé nefnt. Hægt er fræðast meira og hlusta á brot bæði inná þessum síðum og síðan á svennib.com.
Diskurinn er til sölu í Nýmynd Iðavöllum 7 Keflavík, á Veitingastaðnum Ránni og Svarta Pakkhúsinu við Hafnargötu í Keflavík.