Sveiflan allsráðandi
Kvennakór Suðurnesja hélt glæsilega tónleika sl. laugardag í tilefni af 40 ára afmæli kórsins. Tónleikarnir voru tvískiptir. Fyrir hlé fluttu þær „hefðbundin kóralög“ ásamt góðum gestum, en eftir hlé var sveiflan í aðalhlutverki. Brugðu þær sér í ballkjóla í stíl við Bigband-tímabilið og tóku nokkur skemmtileg lög með léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sér til fulltingis.
Tónleikarnir voru vel sóttir þar sem setið var í hverju sæti og gerðu gestir góðan róm að tónleikunum. Svipmyndir frá tónleikunum má sjá í Vefsjónvarpi Víkurfrétta til hægri á síðunni, eða með því að smella hér.
VF-mynd/Þorgils