Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Svavar fagnar nýrri súkkulaðiplötu með tónleikum í Grindavík
Laugardagur 3. október 2015 kl. 07:00

Svavar fagnar nýrri súkkulaðiplötu með tónleikum í Grindavík

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur gefur út sína fjórðu sólóplötu í byrjun október og ætlar að því tilefni að fara í litla tónleikaferð og heimsækja vel valda staði. Einn af þeim er Salthúsið í Grindavík en Svavar verður með tónleika þar 10. október kl. 21.

Platan ber nafnið Brot og hefur titillag plötunnar trónað á efstu sætum vinsældarlista Rásar 2 síðustu vikur. Á plötunni er að finna tíu lög, bæði á íslensku og ensku, umfjöllunarefnið er gleði, sorgir og hin hversdagslegu ævintýri lífsins, heimspeki og önnur hjartans mál lituð með einstökum litum söngvaskáldsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Platan er gefin út af Dimmu og kemur út á geisladisk og vínyl, en hún verður verður einnig gefin út sem lítill konfektkassi, þar sem niðurhalskóðar og bæklingur fylgja með. Það er líklega í fyrsta skipti sem plata er gefin út sem súkkulaði og segir Svavar Knútur það vera viðleitni til þess að bregðast við minnkandi geisaldiskasölu á skapandi hátt. Það er einmitt dóttir Svavars Knúts hefur alla tíð teiknað og / eða málað plötuumslögin hans og mun eitt þeirra listaverka prýða þessa súkkulaðiútgáfu.

Svavar Knútur hefur löngu stimplað sig inn í hjörtu landsmanna, enda hefur hann skapað sér sess á meðal fremstu sögnvara og lagahöfunda landsins með sinni einskæru einlægni og túlkun á bæði sígildum íslenskum sönglögum sem og sínum eigin.

Tónleikarnir verða í ​Salthúsinu í Grindavík​ og hefjast kl. 21, miðaverð er kr. 2000.