Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Svava Björk átti bestu hugmyndirnar
Miðvikudagur 7. janúar 2009 kl. 08:40

Svava Björk átti bestu hugmyndirnar

Svava Börk Jónsdóttir bar sigur úr bítum í hugmyndasamkeppni um merki fyrir Menntaskóla Grindavíkur en unnið er að stofnun skólans um þessar mundir. Svava Björk, sem er arkitekt og býr í Grindavík, átti tvær bestu hugmyndirnar að mati dómnefndar og verður áfram unnið með sigurmerkið, þetta er því ekki lokaútgáfa þess, að því er segir á vef Grindavíkurbæjar. Fjölmargar tillögur bárust hugmyndasamkeppnina um merki skólans.

Mynd/grindavik.is -  Svava Björk að tekurvið verðlaununum úr hendi Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur, bæjarstjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024