SVARTIR SAUÐIR AÐ DRUKKNA Í ILLGRESI Í SANDGERÐI
Íbúi í Sandgerði hafði samband við Víkurfréttir í gær og vildi vekja athygli á því að nú þyrftu nokkrir lóðaeigendur í bænum að taka sig á. Mikið átak hafi verið gert í umhverfismálum og nær allir með snyrtilega garða og slegin tún. Hins vegar væru svartir sauðir sem hirtu ekki um illgresið í sínum görðum svo það dreifðist yfir í nálæga garða.„Snyrtið í kringum ykkur“, var allt sem íbúinn vildi koma á framfæri við sveitunga sína.