Svart og sykurlaust
Minnihlutinn ábyrgðarlausKristmundur Ásmundsson (J) og félagar hans í Samfylkingunni, gagnrýndu fjárhagsáætlun bæjarins harkalega á síðasta bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar. Hann ítrekaði að minnihlutinn bæri enga ábyrgð á einu eða neinu þar sem fulltrúar hans kæmu hvergi nærri undirbúningsvinnu og hefðu nánast ekkert að segja þegar gengið væri til atkvæða.Bull og þvaðurJónína Sanders (D) sagði, eftir að hafa hlustað á fulltrúa minnihlutans tala um fjárhagsáætlunina, að það væri greinilega ekki hending að umræddir menn væru í minnihluta kjörtímabil eftir kjörtímabil. „Annað eins bull og þvaður hef ég sjaldan heyrt“, sagði Jónína, brosti út í annað og bætti við að það væri gott að hafa það skjalfest að minnihlutinn bæri ekki ábyrgð á neinu því gífurleg uppbygging hefði verið á svæðinu að undanförnu sem væri þá væntanlega eingöngu meirihlutanum að þakka.Umræða um ekki neittSteinþór Jónsson (D) varamaður í bæjarstjórn, stóð loks upp, eftir að umræðan um fjárhagsáætlanir hafði gengið í rúma klukkustund. Hann átti fleygustu setningar fundarins þegar honum varð að orði: „Það er erfitt að sitja í klukkustund og hlusta á „ekki neitt“ án þess að taka þátt í því. Það er svo langt síðan að ég hef komið á bæjarstjórnarfund að ég var búinn að gleyma hversu innihaldslaus umræðan getur orðið.“ Aðrir bæjarfulltrúar skelltu uppúr við þessi orð Steinþórs því þarna hitti hann naglann á höfuðið.Lélegur sjúklingurBöðvar Jónsson (D) var ekki sáttur við gagnrýni minnihlutans og sagði hana vera uppblásna og innhaldslausa. Máli sínu til stuðnings sagði hann sögu af lækni nokkrum, sem hafði einhvern tíma sagt að sjúklingar væru lélegir ef það væri ekkert almennilegt að þeim. „Ég verð því að segja að þetta er lélegur minnihluti, það kemur ekkert frá þeim.“ HANANÚ!