Sunnudagurinn á Þjóðhátíð alveg ómissandi
Helena Ósk Ívarsdóttir er Keflvíkingur sem vinnur í K-Sport og þjálfar sund. Sunnudagsstemningin á Þjóðhátíð er eitthvað sem er að hennar mati algjörlega ómissandi um verslunarmannahelgina.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég stend vaktina í K-Sport á föstudeginum og ætla svo að renna upp í bústað eftir það. Á sunnudeginum ætla ég svo á Þjóðhátíð.
Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Góður félagsskapur er alltaf ávísun á góða verslunarmannahelgi. Svo er sunnudagurinn á Þjóðhátíð alveg ómissandi finnst mér!
Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Allar Eyjaminningarnar mínar eru frábærar! Það getur fátt klikkað á Þjóðhátíð með skemmtilegu fólki.