Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sungu til styrktar Guðlaugu
Fimmtudagur 21. júní 2007 kl. 13:52

Sungu til styrktar Guðlaugu

Styrktartónleikar fóru fram í Festi fyrir skemmstu þar sem ýmsir tónlistarmenn komu saman til að leggja Guðlaugu Erlu Björgvinsdóttur og fjölskyldu hennar lið. Þeira á meðal var Bríet Sunna sem tók hóp af hressum krökkum með sér upp á svið, þar á meðal Guðlaugu sjálfa.


Guðlaug, sem er 12 ára, missti ung sjón á öðru auga sökum krabbameins, en hefur undanfarið átt við sjúkleika að stríða í hinu auganu. Hún hefur því þurft að fara margoft til Englands til meðferðar á síðustu mánuðum með tilheyrandi kostnaði og álagi.


Aðgangseyrir rann til Guðlaugar en þeir sem vilja styrkja hana geta lagt inn á reikning hennar 1193-26-1996 kt: 051278-5509.

VF-mynd/Þorsteinn Gunnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024