Sungu afmælissönginn fyrir þjálfara sinn
Bylgju Sverrisdóttur brá í brún.
10 ára og 11 ára stelpur í mini bolta í körfu í Njarðvík komu þjáfara sínum, Bylgju Sverrisdóttur, heldur betur á óvart um helgina þegar þær mættu heim til hennar og sungu fyrir hana afmælissönginn. Bylgja var 45 ára þann dag og bauð stelpunum að sjálfsögðu inn og þar smellti ein móðirin, Erla Ósk Jónsdóttir, af þeim mynd og tók einnig upp myndbandið sem fylgir hér með.
Þessar yndislegu stelpur komu Bylgja Sverrisdóttir á óvart með afmælisöng ☺elsku Bylgja til hamingju með 45 árin
Posted by Erla Ósk Jónsdóttir on Saturday, April 25, 2015