Sungið við útikennslusvæðið í Narfakotsseylu 1. desember
Á fullveldisdaginn, 1. desember, kl.10.00 munu nemendur og kennarar Akurskóla syngja nokkur lög á nýa útikennslusvæðinu við Narfakotsseylu.
Svæðið er ekki að fullu tilbúið en stjórnendum skólans þótti við hæfi að fagna því sem komið er með því að kveikja lítinn varðeld og láta nemendur taka hraustlega undir í söng á þessum skemmtilega stað í nágrenni við Víkingaheima.
Reiknað er með að formleg opnun svæðisins fari fram næsta vor.