Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 1. maí 2001 kl. 11:40

Sungið fyrir Sandgerðinga í kvöld - vortónleikar að hefjast

Karlakór Keflavíkur söng fyrir gesti í Safnaðarheimilinu í Sandgerði í kvöld. Mæting hefði mátt vera betri en tónleikarnir þóttu takast vel.

Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju 3., 8. og 11. maí og í Grindavíkurkirkju 6. maí kl. 20:30. Vortónleikar þessir eru ein af aðalfjáröflun kórsins og því mikilvægt að sem flestir mæti.Kórin mun syngja íslensk og erlend karlakóralög, verk úr óperum, valsasyrpur og dægurlög. Jafnframt mun kórinn frumflytja lagið Heimkoman eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson. Stjórnandi kórsins er Smári Ólafsson, tónlistarmaður en hann hefur starfað sem tónlistarkennari, organisti, kórstjóri auk þess sem hann hefur starfað sjálfstætt sem tónvísindamaður. Undirleik á píanó annast Ester Ólafsdóttir. Einsöngvarar með kórnum eru Steinn Erlingsson, Rúnar Guðmundsson, Smári Ólafsson og Sveinn Sveinsson.
Karlakór Keflavíkur verður einnig með tónleika í Ými, félagsheimili Karlakórs Reykjavíkur Skógarhlíð 20 í Reykjavík sunnudaginn 13. maí kl. 17:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024