Sundnámskeiðin að hefjast
Bæði Ungmennafélag Njarðvíkur og Keflavík munu bjóða upp á sundnámskeiðið fyrir börn í sumar og hefjast fyrri námskeiðin í dag. Boðið verður upp á sundnámskeið fyrir 3-5 ára börn, 6 ára, 7 ára, 8-9 ára og 10 ára og eldri í báðum félögum.
Kennt verður í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík og í sundlaug Heiðarskóla. Námskeiðin sem hefjast í dag standa til 25. júní í Heiðarskóla en til 29. júní í sundlaug Njarðvíkur. Síðari námskeiðin verða 29. júní til 14. júlí (Keflavík) og 29. júlí - 10 ágúst (UMFN).
Kennt verður í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík og í sundlaug Heiðarskóla. Námskeiðin sem hefjast í dag standa til 25. júní í Heiðarskóla en til 29. júní í sundlaug Njarðvíkur. Síðari námskeiðin verða 29. júní til 14. júlí (Keflavík) og 29. júlí - 10 ágúst (UMFN).