Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Sturla Atlas á sumarsmellinn í ár
Sunnudagur 14. júní 2015 kl. 12:00

Sumarspjall: Sturla Atlas á sumarsmellinn í ár

Berta Svansdóttir er 17 ára Keflavíkurmær. Hún er að vinna í fiski í sumar og æfir fótbolta. Útilegur og hátíðir með skemmtilegu fólki koma henni í sumarfíling.

Aldur og búseta?
17 ára Keflvíkingur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starf eða nemi?
Vinn í fiski og er líka nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?
Nokkuð fínt, úlnliðsbrotnaði sem kom í veg fyrir margt en tók þátt í The Color Run um daginn sem var mjög skemmtilegt.

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Í fiski.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Vinna, slaka á og ferðast.

Ætlar þú að ferðast í sumar og hvert þá?
Já, ætla fara út á land með bæði fjölskyldunni og vinum.

Eftirlætis staður á Íslandi?
Verð að velja tvo, Akureyri og Árskógssandur.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Útilegur, grillmatur og fótbolti.

Áhugamál þín?
Fótbolti.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?
Já, ég æfi fótbolta með mfl. kvenna í Keflavík.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Það er ekki ákveðið, fer annaðhvort til Akureyrar á unglingalandsmótið eða til Eyja á þjóðhátíð.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Fara í útilegur eða á hátíðir með skemmtilegu fólki.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Sturla Atlas - San Francisco

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Miðnætursólin er alltaf falleg.

En versta?
Rigning og rok.

Uppáhalds grillmatur?
Lambalæri með bökuðum kartöflum og góðri sósu. Klikkar ekki!

Sumardrykkurinn?
Skógarberja Berg Toppur.