Sumarspjall: Fékk Rómarferð í afmælisgjöf frá kærustinni
Jakob Már Jónharðsson fluttist til Noregs í vor með konu sinni Ragnheiði Kjartansdóttur. Hann starfar hjá bandaríska sendiráðinu í Osló í öryggisvarðasveit. Þau munu sennilega eyða verslunarmannahelginni í Svíþjóð þetta árið.
Hvernig hefur sumarið verið hingað til hjá þér?
Sumarið hefur verið frábært í alla staði hjá mér.
Hvað fer á grillið hjá þér?
Ég grilla mikið kjúklingalundir, nautakjöt og lambalæri ásamt sætum kartöflum.
Á að ferðast eitthvað innanlands í sumar?
Nei ég mun ekki ferðast mikið innanlands í sumar.
Hvað á annars að gera í sumarfríinu?
Sumarfríið mitt fór að mestu í að pakka niður og flytja til Noregs, við reyndar keyrðum aðeins um landið í vikutíma og heimsóttum son minn sem býr í Arendal hér í Noregi.
En erlendis?
Við förum til Rómar í september í vikutíma. Elskulega kærastan mín gaf mér þá ferð í afmælisgjöf.
Er eitthvað sem er einnkennandi fyrir íslenskt sumar að þínu mati?
Það sem einkennir íslenskt sumar er grasilmurinn, grillilmurinn og bjartar nætur.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?
Um verslunarmannahelgina þetta árið fyrst við komumst ekki til eyjunnar fögru á Þjóðhátíð ætlum við að skella okkur yfir til Svíðþjóðar á bílnum og versla kjöt og bús í matinn sem er víst miklu óýrara þar.
Að lokum bið ég innilega vel að heilsa öllu góða fólkinu í Stílnum, ekki þér jón P og svo sérstaklega Skarpmunda og Ella Gæ. Lifið heil og hamingjusöm og hafið það gott um verslunarmannahelgina.
Mynd: Ein gömul og góð af Jakobi í treyju Keflavíkur.