Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Alltaf gaman að fara til Eyja
Sunnudagur 19. júlí 2015 kl. 12:00

Sumarspjall: Alltaf gaman að fara til Eyja

Jón Arnór Sverrison er 17 ára Njarðvíkingur. Hann vinnur sem málari í sumar og æfir körfubolta.

Aldur og búseta?
17 ára og á heima í Njarðvík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starf eða nemi?
Nemi í FS.

Hvernig hefur sumarið verið hja þér?
Sumarið hefur verið mjög fínt hjá mér.

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Er að vinna hjá pabba í því að mála.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Bara æfa körfu, lyfta og vinna og svo nátturulega bara gera eitthvað skemmtilegt með vinum minum.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Fór á NM í Svíþjóð og svo er EM framundan.

Eftirlætis staður á Íslandi?
Alltaf gaman að fara til Eyja (Vestmannaeyjum).

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Allir verða hressari og betra veður og svona.

Áhugamál þín?
Körfubolti og Fótbolti

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Hef alltaf bara verið í fótbolta á sumrin og körfu svo á veturnar, en er hættur í fótbolta núna þannig að maður er bara í körfunni.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Verð úti á EM.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Gott veður, grill og fótbolti.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Haltu fast í höndina á mér - Sálin.

Hvað er það besta við sumarfríið?
Fara til útlanda, útileigur og bara frí í skólanum.

En versta?
Það er ekkert slæmt við sumarið finnst mér, nema að það mætti vera betra veður bara.

Uppáhalds grillmatur?
Grillað lambalær klikkar ekki.

Sumardrykkurinn?
Appelsín.