Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumarspjall: Ætlar á margar útihátíðir í sumar
Sunnudagur 11. júní 2023 kl. 06:38

Sumarspjall: Ætlar á margar útihátíðir í sumar

Katla Rún er átján ára nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, FS. Í sumar ætlar Katla að halda áfram að vinna á Joe and the Juice eins og hún er búin að vera að gera í vetur, og ætlar hún að fara á margar útihátíðir eins og t.d. Þjóðhátíð sem hún ætlar á í fyrsta skiptið.

Aldur og búseta? Ég er 18 ára og bý í Innri-Njarðvík.

Starf eða nemi? Ég byrja á þriðja ári í FS næsta haust og ég vinn á Joe and the Juice.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Sumarið hefur verið voða rólegt, aðallega bara að vinna og vera með vinum.

Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég var að vinna á Joe and the Juice uppi á velli en þar sem að það lokaði í mars ákvað ég að halda áfram í sömu keðju en færa mig í Smáralindina.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Aðallega að vinna en svo auðvitað fara í útilegu, utanlandsferð og vera með vinum og fjölskyldu.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Ég ætla að reyna að ferðast mikið innanlands en síðan er ég að fara í útskriftarferð með skólanum til Krítar í byrjun júní.

Eftirlætisstaður á Íslandi? Akureyri, fjölskyldan mín er þaðan og alltaf gaman að fara í heimsókn.

Hvað einkennir íslenskt sumar? Birtan sem veldur því að það sé í raun og veru aldrei nótt.

Áhugamál þín? Áhugamál mín eru að ferðast og vera með vinum og fjölskyldu.

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin? Að liggja í sólbaði úti á palli.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Sólin og góða veðrið er líklegast það eina sem kemur mér í almennilegan sumarfíling.

Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Ætli það sé ekki bara Gugguvaktin með PBT.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Ég ætla líklegast að fara til Eyja með vinkonum mínum að upplifa Þjóðhátíð í fyrsta skiptið!

Hvað er það besta við íslenskt sumar? Það sem mér finnst best við íslenskt sumar er góða veðrið, allar hátíðirnar og að njóta með sínu besta fólki.