Sumarspjall: Ætlar á margar útihátíðir í sumar
Katla Rún er átján ára nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, FS. Í sumar ætlar Katla að halda áfram að vinna á Joe and the Juice eins og hún er búin að vera að gera í vetur, og ætlar hún að fara á margar útihátíðir eins og t.d. Þjóðhátíð sem hún ætlar á í fyrsta skiptið.
Aldur og búseta? Ég er 18 ára og bý í Innri-Njarðvík.
Starf eða nemi? Ég byrja á þriðja ári í FS næsta haust og ég vinn á Joe and the Juice.
Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Sumarið hefur verið voða rólegt, aðallega bara að vinna og vera með vinum.
Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég var að vinna á Joe and the Juice uppi á velli en þar sem að það lokaði í mars ákvað ég að halda áfram í sömu keðju en færa mig í Smáralindina.
Hvernig á að verja sumarfríinu? Aðallega að vinna en svo auðvitað fara í útilegu, utanlandsferð og vera með vinum og fjölskyldu.
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Ég ætla að reyna að ferðast mikið innanlands en síðan er ég að fara í útskriftarferð með skólanum til Krítar í byrjun júní.
Eftirlætisstaður á Íslandi? Akureyri, fjölskyldan mín er þaðan og alltaf gaman að fara í heimsókn.
Hvað einkennir íslenskt sumar? Birtan sem veldur því að það sé í raun og veru aldrei nótt.
Áhugamál þín? Áhugamál mín eru að ferðast og vera með vinum og fjölskyldu.
Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin? Að liggja í sólbaði úti á palli.
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Sólin og góða veðrið er líklegast það eina sem kemur mér í almennilegan sumarfíling.
Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Ætli það sé ekki bara Gugguvaktin með PBT.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Ég ætla líklegast að fara til Eyja með vinkonum mínum að upplifa Þjóðhátíð í fyrsta skiptið!
Hvað er það besta við íslenskt sumar? Það sem mér finnst best við íslenskt sumar er góða veðrið, allar hátíðirnar og að njóta með sínu besta fólki.