Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sumarskóli Fjörheima
Fimmtudagur 19. júní 2003 kl. 13:25

Sumarskóli Fjörheima

Fyrra sumarnámskeiði vinnuskóla Reykjanesbæjar og félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima lýkur á morgun föstudaginn 20 júní. Um er að ræða ævintýranámskeið þar sem áhersla er lögð á að bjóða unglingum í Reykjanesbæ upp á markvisst tómstundastarf sem lið í auknu forvarnarstarfi. Margvíslegt skemmtilegt er í boði fyrir krakkana t.d. hvalaskoðun, ratleikur, ferð í fjölskyldu- og húsdýragarðinn í boði Rauða krossins og síðast en ekki síst spennandi útilega þar sem unglingarnir gista í tjaldi. Uppselt var á það námskeið sem nú er að klárast en nokkur sæti eru enn laus á síðara námskeiðið sem hefst þann 02. júlí og lýkur 11. júlí. Krakkarnir mæta klukkan 10:00 á morgnana virka daga og eru til 15-17 á daginn. Þátttökugjald er 3000 krónur á námskeiðið og fer skráning fram í síma 421-2363.

Ljósmynd/Fjörheimar: Frá sumarnámskeiði Vinnuskólans og Fjörheima.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024