Sumaropnun Sjólistar í Garði hefst í dag
Sumaropnun í Sjólyst í Garði hefst á sumardaginn fyrsta, 21. apríl. Löng séríslensk hefð er fyrir því að fagna sumri með margvíslegum hætti á sumardaginn fyrsta. Menn sögðu gleðilegt sumar hver við annan og gerðu sér dagamun. Í Sjólyst verður ýmislegt sér til gamans gert:
Kl. 14:00 Húsið opnað -kaffi, meðlæti, spjall
Kl. 15:00 Tónlist, nemendur frá Tónlistarskóla Garðs - börnin fá að spreyta sig á að teikna eða leika sér í útileikjum
Kl. 16:00 Húsið lokar
Sjólyst verður opin um helgar í sumar til 1. október kl. 13:00-17:00 og utan þess tíma ef óskað er. Heitt verður á könnunni og spjallað við gesti. Hugsanlega getur opnunartími breyst ef framkvæmdir við endurbyggingu hússins leyfa ekki opnun, segir í tilkynningu.