Sumarið gengið í garð
Hin árlega skrúðganga skáta og tónlistarskóla Reykjanesbæjar var gengin í gær, sumardaginn fyrsta. Sumarið er nú gengið í garð og venju samkvæmt var því fagnað með því að skátar í Heiðabúum fóru fyrir nokkrum fjölda fólks sem lagði leið sína að skátaheimilinu við Hringbraut. Þaðan var gengið vænan spöl en áningastaður var við Keflavíkurkirkju.
Glaðbeittir skátar.