Sumarhátíð eldri borgara verður annan í hvítasunnu
Sumarhátíð eldri borgara verður í Framsóknarhúsinu Hafnargötu 62, mánudaginn á annan í hvítasunnu 20. maí kl. 15:00. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra segir sögur úr sveitinni og Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður leikur nokkur lög.Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi fer með gamanmál og Freyr Sverrisson, frambjóðandi sýnir töfrabrögðÍ boði verða veglegar kaffiveitingar sem og óvæntur glaðningur fyrir alla. Einnig verður hægt að spreyta sig í "holu í höggi" púttkeppni fyrir þá sem vilja.






