Sumarhátíð á Gimli
Það var fjör á leikskólanum Gimli í Njarðvík í dag á sumarhátíð. Margt var gert til að skemmta krökkunum. Farið var í leiki, spilað á gítar og sungið, sýndur var leikþáttur með brúðum og fleira. Þá var boðið upp á andlitsmálningu þar sem krakkarnir létu margir hverjir mála sig sem Spiderman. Eftir allt puðið var boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti. Foreldrar krakkanna á leikskólanum mættu með þeim í dag og var ekki betur séð en allir skemmtu sér vel enda mikil stemning og gott veður.
Mynd: Þessir krakkar fylgdust vel með brúðleikþættinum sem boðið var uppá á sumarhátíðinni á Gimli.
Mynd: Þessir krakkar fylgdust vel með brúðleikþættinum sem boðið var uppá á sumarhátíðinni á Gimli.