Sumarfjör í Fjörheimum
Til foreldra sem eiga börn sem eru að ljúka 7. bekk. Sumarfjör Fjörheima er fyrir nemendur sem eru að ljúka 7. bekk og er haldið af félagsmiðstöðinni Fjörheimum í samvinnu við Vinnuskóla Reykjanesbæjar.
Tvö námskeið verða haldin, það fyrra hefst mánudaginn 10. júní til 14. júní og seinna námskeiðið er frá 24.júní til 28. júní.
Námskeiðið er frá kl 09.00 til 14.00. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá.
Skráning og greiðsla fer fram í Fjörheimum (Hafnargötu 88) 3. - 7. júní frá kl 14.00 - 16.00.
Þátttökugjald er 3.000 kr, og greiðist við skráningu.
Nánari upplýsingar veitir Hafþór Birgisson tómstundafulltrúi í síma 898-1394