Sumardjamm FM957 á leiðinni í Reykjanesbæ
Sumardjamm FM957 verður haldið í Reykjanesbæ laugardaginn 27. júlí. Margt verður á döfinni um daginn sem og um kvöldið en sumardjamm útvarpsstöðvarinnar hefur þegar verið á Neskaupsstað og Akureyri ásamt fleiri stöðum á landinu. Búast má við miklu fjöri enda eru félagarnir á FM957 þekktir fyrir að halda uppi góðri skemmtun þar sem þeir koma.
Asnaleikarnir verða á sýnum stað og væntanlega verður Íslandsmetið í gleðskap slegið um kvöldið á N1-bar þar sem hljómsveitin Í svörtum fötum mun spila fyrir dansi ásamt félögunum Pétri og Dodda í Ding dong.
Asnaleikarnir verða á sýnum stað og væntanlega verður Íslandsmetið í gleðskap slegið um kvöldið á N1-bar þar sem hljómsveitin Í svörtum fötum mun spila fyrir dansi ásamt félögunum Pétri og Dodda í Ding dong.