Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sumar í Vinnuskóla Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 27. apríl 2011 kl. 17:37

Sumar í Vinnuskóla Reykjanesbæjar


Nú fer að hefjast starf í vinnuskóla Reykjanesbæjar sem er ætlaður nemendum í 8, 9 og 10 bekk en starfsmaður vinnuskólans fór í alla grunnskóla fyrir páska með stutta kynningu fyrir nemendur.

Þar sem margir eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og því mikilvægt að fara yfir það með krökkunum hvernig á að haga sér þegar kemur að launaðri vinnu, vera stundvís, vanda til verka og læra helstu vinnubrögð undir leiðsögn flokkstjóra.

Í sumar geta nemendur í 8. bekk valið um tvö tímabil sem eru, A tímabil 6. júní til 24. júní og B tímabil sem hefst 4. júlí til 21. júlí. Vinnutími er frá kl 8:00 til 12:00, ekki er unnið á föstudögum nema á A tímabili vinnur 8. bekkur föstudaginn 24. júní.

Nemendur 9. og 10. bekkjar geta einnig valið um tvö tímabil sem eru, A tímabil 6. júní til 1. júlí og B tímabil sem hefst 4. júlí til 28. júlí. Vinnutími er frá kl 8:00 til 16:00, ekki er unnið á föstudögum nema á A tímabili vinna 9. og 10. bekkur föstudaginn 1. júlí.

Helstu verkefni Vinnuskólans snúa að fegrun bæjarins, hverfa hreinsun, beðahreinsun, sláttur og annað sem fellur til. Einnig hefur skapast hefð fyrir svokölluðum sérverkefnum sem eru ætluð nemendum í 9. og 10. bekk. Leikjanámskeið, götusmiðja, íþróttafélög og stofnanir sækja um að fá til sín nemendur til ýmissa verkefna og er val á nemendum alfarið í höndum þeirra.

Í ár komast 250 nemendur á A tímabil og eru það þeir fyrstu sem sækja um, þegar fullt er á A tímabil er aðeins hægt að sækja um á B tímabil. Þetta er til þess að dreifa nemendum jafn á tímabilin og því um að gera að sækja snemma um og hafa í huga að sækja strax um það tímabil sem hentar betur því ekki er hægt að breyta eftir á. Þann 2. maí opnar fyrir umsóknir nemenda á www.reykjanesbaer.is/vinnuskóli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024