Suðurnesjamenn gerðu upp bíl lamaðs bónda
Þeir Sigurjón Hafsteinsson og Björgvin Garðarsson, slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli afhentu Ástþóri Skúlasyni, lömuðum bónda á Melanesi á Rauðasandi sérdeilis veglega jólagjöf þann 22. desember síðastliðinn. Þá höfðu þeir tekið bíl Ástþór sem nánast var ónýtur og gert á honum algera yfirhalningu. Þar nutu þeir aðstoðar góðra manna frá Bílasprautun Magnúsar Jónssonar og Bílageiranum m.a. en tugir manna komu að þessu frábæra framtaki sem tók heilan mánuð í framkvæmd.
Víkurfréttir voru á Kaffi Duus þegar Ástþór fékk bílinn afhendan nú skömmu fyrir jólin eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Björgvin Garðarsson afhendir Ástþóri lyklana fyrir utan Kaffi Duus
Sigurjón sýnir Ástþóri umbreytinguna innan í bílnum
Ástþór fékk einnig afhent glæsilegt sjónvarp
Bíllinn eftir breytingar