Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 26. október 2001 kl. 09:14

Suðurnesjamaðurinn Ómar Jóhannsson í „Viltu vinna milljón“ á Stöð 2:

Fær Ómar 5 milljónir?

Suðurnesjamaðurinn Ómar Jóhannsson setti nýtt met í þættinum „Viltu vinna milljón„ á Stöð 2 sl. sunnudagskvöld. Hann er aðeins tvær spurningar frá því að vinna hæsta vinning í leiknum, 5 milljónir króna.
,,Ómar Jóhannsson stóð sig feikilega vel í þættinum. Ef fólk heldur að það sé auðvelt að sitja í ljósum og reyk, og reyna að hugsa, þá er það mikill misskilningur. Hann vitnaði í Stein Steinarr skáld, sagði ótrúlegar sögur af Gerald Ford, og treysti svo dóttur sinni fyrir svarinu við 13.spurningunni um brúðkaupsafmælin sem hann vissi ekki, og ég held að Suðurnesjamenn verði ekki fyrir vonbrigðum með sinn mann í þættinum á sunnudaginn kemur“, sagði Þorsteinn Joð Vilhjálmsson, umsjónarmaður þáttarins í samtali við Víkurfréttir.
Ómar var hinn rólegasti og stefnir ótrauður á að svara öllum spurningunum. Hann hefur undanfarin ár rekið myndbandaleigu í Reykjavík og kom það sér oft vel í spurningunum sem hann leysti vel af hendi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024