Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Suðurnesjafólk ársins 1990 til 2015
Sigvaldi „Maður ársins á Suðurnesjum 2015“ skoðar viðurkenningarskjalið sem hann fékk.
Mánudagur 11. janúar 2016 kl. 09:32

Suðurnesjafólk ársins 1990 til 2015

Sigvaldi Arnar Lárusson komst í flottan hóp fólks þegar hann var kjörinn „Maður ársins á Suðurnesjum 2015“ af Víkurfréttum. Grindvíkingurinn Dagbjartur Einarsson var fyrsti sem var útnefndur og fyrstu átta árin af tíu voru menn úr atvinnulífinu kjörnir en það er athygli vert að hinir tveir í fyrsta tugnum voru prestar.

Hér er listinn:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

1990 - Dagbjartur Einarsson

1991 - Hjörtur Magni Jóhannsson

1992 - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson

1993 - Guðjón Stefánsson

1994 - Júlíus Jónsson

1995 - Þorsteinn Erlingsson

1996 - Logi Þormóðsson

1997 - Steinþór Jónsson

1998 - Aðalheiður Héðinsdóttir

1999 - Sigfús Ingvason

2000 - Bláa lónið / Rúnar Júlíusson / Íþróttafélagið Nes

2001 - Freyja Siguðardóttir / Norðuróp / Fræðasetrið í Sandgerði

2002 - Guðmundur Jens Knútsson

2003 - Áhöfnin á Happasæl KE fyrir björgunarafrek

2004 - Tómas J. Knútsson

2005 - Guðmundur Kristinn Jónsson / Krístin Kristjánsdóttir

2006 - Hjörleifur Már Jóhannsson / Bergþóra Ólöf Björnsdóttir

2007 - Erlingur Jónsson

2008 - Sigurður Wíum Árnason

2009 - Jóhann Rúnar Kristjánsson

2010 - Axel Jónsson

2011 - Guðmundur Stefán Gunnarsson

2012 - Nanna Bryndís Hilmarsdóttir / Brynjar Leifsson

2013 - Klemenz Sæmundsson

2014 - Fida Abu Libdeh

2015 - Sigvaldi Lárusson

Axel Jónsson var kjörinn maður ársins árið 2010. Hann er einn af fyrstu alvöru frumkvöðlum á Suðurnesjum í seinni tíð en fyrirtæki hans Skólamatur hefur vaxið mikið á rúmum áratug og er nú með um hundrað manns í vinnu.

Fida Abu Libdeh er kona frá Palestínu en hefur búið á Íslandi meirihluta ævi sinnar. Hún er ein af nýjustu frumkvöðlum okkar en hún framleiðir fæðubótarefni úr kísil. Fida var maður ársins 2014.

Brynjar Leifsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í hljómsveitinni Of Monsters and Men voru Suðurnesjafólk ársins 2012 hjá VF.

Aðalheiður Héðinsdóttir var fyrsta konan sem var útnefnd (árið 1998) en hún hefur rekið fyrirtækið Kaffitár með góðum árangri í áratugi.