Suðurnesjabæjarhátíð sett í kjölfar ljósagöngu
Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar var formlega sett á mánudagskvöld við golfvöllinn að Kirkjubóli. Þangað höfðu bæjarbúar gengið frá Garði og Sandgerði í skipulagðri ljósagöngu þar sem hóparnir mættust á miðri heiðinni og sameinuðust svo síðasta spölinn að golfvellinum. 
Þar bauð Skólamatur upp á kjötsúpu og Kjörbúðirnar í Suðurnesjabæ buðu upp á grillaðar pylsur. 
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson lék svo nokkur lög og kom gestum setningarhátíðarinnar í gott stuð fyrir komandi bæjarhátíðardaga.





 
	
			 
					

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				