Suðræn rómantík í sundlauginni í Garði
Það var heldur betur rómantísk stemmning við sundlaugina í Garði nú í kvöld. Kertaljós voru á sundlaugarbakkanum, suðrænn gróður við heitu pottana og spiluð þægileg tónlist. Fólk lét fara vel um sig í heitu pottunum og kældi sig svo niður í sundlauginni innan um fljótandi kertaljós. Allt er þetta gert til að halda upp á 10 ára afmæli sundmiðstöðvarinnar og íþróttahússins í Garði. Meðfylgjandi mynd var tekin í Garðinum í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson