Styttist í Flags of Our Fathers á hvíta tjaldið
Stórmyndin Flags of our Fathers, sem tekin var að stórum hluta í Sandvík á Reykjanesi er óðum að taka á sig endanlega mynd hjá framleiðendum í Bandaríkjunum. Fyrsta sýnishorn úr myndinni er ennþá ekki komið í kvikmyndahús eða á netið. Hins vegar er greint frá því á vefsíðu sem fylgist vel með framgangi myndarinnar að sýnishorns sé að vænta í valin kvikmyndahús í Bandaríkjunum þann 21. júlí næstkomandi. Myndin sjálf er væntanleg síðar í haust. Hvort hún verði komin fyrir Ljósanótt er hins vegar erfitt að segja til um.
Sýnishornið eða “teaserinn” verður þá sýndur á undan myndinni Lady in the Water.
Á síðunni er sagt frá því að sama sýnishorn verði hægt að nálgast á netinu sama dag eða skömmu síðar.
Íslendingar eru án efa spenntir að sjá hvernig íslensk náttúra mun njóta sín í myndinni en svörtu sandarnir í Sandvík eru víst eins og þeir á Iwo Jima og sama má segja um náttúruna í Krísuvík sem einnig var notuð í myndinni. Ekki er þó talið að myndin eigi eftir að auka ferðamannastraum til Ísland, því tengingin við Ísland er ekki í myndinni, því svo náttúran hér hafi verið notuð í sviðsmyndina.
Myndin Flags of Our Fathers er framleidd á tvo vegu, því útbúin var sérstök útgáfa af myndinni frá sjónarhorni Japana. Sú mynd hetir Red Sun, Black Sand. Hvort Sandvíkin og Krísuvík séu í hlutverkum þar á eftir að koma í ljós.
Mynd: Bandaríski fáninn reistur á Arnarfelli í Krísuvík síðasta sumar.
Ljósmynd: DreamWorks SKG