Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktartónleikar Kórs Keflavíkurkirkju.
Þriðjudagur 1. desember 2009 kl. 15:39

Styrktartónleikar Kórs Keflavíkurkirkju.

Næstkomandi sunnudag, 6. desember, mun kór Keflavíkurkirkju ásamt strengjasveit halda tvenna tónleika í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju kl. 17 og 20. Flytjendur á tónleikunum eru allir héðan af svæðinu utan eins, Moniku Abendroth, hörpuleikara sem kemur úr Reykjavík. Stjórnandi er Arnór Vilbergsson.


Allur ágóði af tónleikunum mun renna í Velferðasjóð Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Flutt verður jólaóratóría eftir Saint-Sains ásamt jólalögum sem koma öllum í jólaskap. Miðasala verður á tónleikadag frá kl. 14 í safnaðarheimilinu og er miðaverð aðeins 1.000,-


Sýnum vilja í verki og styrkjum Velferðasjóðinn okkar.