Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktartónleikar fyrir flóttafólk frá Úkraínu
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 11:55

Styrktartónleikar fyrir flóttafólk frá Úkraínu

- í Keflavíkurkirkju í kvöld kl. 20:00

Keflavíkurkirkja í samstarfi við frábært tónlistarfólk frá Suðurnesjum stendur fyrir styrktartónleikum fyrir flóttafólk frá Úkraínu fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00.

Alexandra Chernyshova, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Valdimar Guðmundsson koma fram ásamt Regnbogaröddum Keflavíkurkirkju, Kór Keflavíkurkirkju og Vox Felix.

Aðgangseyrir er 2.500 kr. sem rennur óskiptur í neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar svo hægt sé að veita íbúum frá Úkraínu neyðaraðstoð og sálfélagslegan stuðning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónleikunum verður streymt á fésbókarsíðum Víkurfrétta og Keflavíkurkirkju.