Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Styrktartónleikar fyrir Emmu Lind
Miðvikudagur 4. apríl 2012 kl. 23:25

Styrktartónleikar fyrir Emmu Lind

Styrktartónleikar fyrir Emmu Lind, litlu 3 ára prinsessuna sem greindist nýlega með illkynja krabbamein, verða haldnir laugardaginn 7. apríl næstkomandi á Manhattan í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Styrktarkvöldið sjálft er frá kl: 20:00 - 23:00. Hinn eini sanni Kalli Bjarni, Idol stjarna ætlar að halda uppi fjörinu eins og honum einum er lagið.

Tilboð á drykkjum á bar á meðan styrktarkvöldið fer fram.

Aðgangseyrir er aðeins 1.500 kr sem rennur allt óskipt til Emmu Lindar og fjölskyldu hennar.

Fyrir þá sem ekki komast en hafa áhuga á að styrkja Emmu Lind og fjölskyldu geta einnig millifært á reikning þeirra.


Reikningsnúmer:515-14-407100 Kt. 130908-2330

Nafn: Emma Lind Aðalsteinsdóttir

Sýnum samhug í verki og mætum sem flest, segir í tilkynningu.