Styrktartónleikar fyrir Árna
Tónleikar til styrktar Árna Ingimundarsyni pípulagningamanni, starfsmanni Húsasmiðjunnar, verða haldnir á veitingastaðnum Ránni í Reykjanesbæ sunnudaginn 5. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.
Árni greindist með erfiðan sjúkdóm í febrúar 2012 og dvelur nú á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hafa veikindin reynst honum og fjölskyldu hans mjög erfið.
Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Þeirra á meðal eru Valdimar Guðmundsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir söngkona úr hljómsveitinni Klassart, söngvaskáldið Hörður Torfason, dúettinn Heiður, Kóngulórnar frá Mars, P. S og co. Baldur Guðmunds o.fl. o.fl.
Aðgangseyrir er kr. 2.500 og rennur beint til Árna og fjölskyldu hans.
Miðasala á tónleikana er við innganginn.
Þeim sem vilja styrkja Árna og fjölskyldu en komast ekki á tónleikana er velkomið að leggja inn á bankareikning:
Banki: 0303-13- 700263
Kt: 170458-7969 (Hafdís)