Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stuttmyndadagar í Heiðarskóla
Sunnudagur 16. apríl 2017 kl. 07:00

Stuttmyndadagar í Heiðarskóla

Stuttmyndadagar fóru fram í Heiðarskóla dagana 3. til 7. apríl. Þetta er fjórða árið sem þeir eru haldnir í skólanum. Það eru nemendur í 8. til 10. bekk sem tóku þátt í stuttmyndadögunum. Nemendum var skipt niður í hópa innan hvers árgangs og voru hóparnir 11. Þemað í ár var íslensk dægurlög og fékk hver hópur eitt lag til að vinna út frá.
Í lok stuttmyndadaga hittust nemendur á sal skólans þar sem afrakstur daganna var sýndur.  Í ár kom gestadómari og tók þátt í atkvæðagreiðslunni en það var Davíð Örn Óskarsson frá 88 húsinu en hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að myndbandagerð. Þátttakendur ásamt kennurum og gestadómara kusu bestu stuttmyndina. Það var stuttmyndin MC Máni sem sigraði í ár. Meðlimir í sigurliðinu fengu afhentan stuttmyndabikarinn í lok stuttmyndadaganna. Myndböndin í ár voru fjölbreytt og skemmtileg eins og síðustu ár.   Öll myndböndin eru vistuð á streymiveitunni Youtube og er hægt að sjá vefslóðirnar á heimasíðu skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024