Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 4. febrúar 2000 kl. 12:39

Stúlknakór æfir í Holtaskóla og getur bætt í liðið!

Stúlknakór undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, fyrir 12 - 17 ára Suðurnesjastúlkur verður með æfingar á sunnudögum í Holtaskóla í Keflavík. Kórinn hefur að markmiði að æfa skemmtileg lög til að geta komið fram við hin ýmsu tækifæri.Nú þegar er byrjað að æfa lög sem Bítlarnir gerðu heimsfræg á sínum tíma og ætlunin er að syngja alls konar meira eða minna fræg Síðastliðið vor fór kórinn í tónleikaferð til Bandaríkjanna og rétt fyrir jól kom út hljómdiskur með söng kórsins, sem taldi þá 20 stúlkur. Nú viljum við fá fleiri í þetta skemmtilega lið og stefnum að þátttöku í kóramóti í útlöndum á næsta ári Nokkrar hugmyndir eru uppi um fjáröflun fyrir kórinn og er ein þeirra sú að selja hljómdiskinn vel. Þær stúlkur sem áhuga hafa á að ganga til liðs við kórinn, eru boðnar velkomnar næsta sunnudag í Holtaskóla frá kl 17:00 til að spjalla við kórstjórann. Æskilegt er að a.m.k. annað foreldrið komi með, því ástundun í svona starfi fer eftir áhuga foreldra á að börn þeirra nái árangri. Kæru söngelsku stúlkur, Drífið ykkur í Holtaskóla á sunnudaginn!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024