Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stúlkan frá Kænugarði í Duus
Mánudagur 9. september 2013 kl. 09:47

Stúlkan frá Kænugarði í Duus

Alexandra Chernyshova söngkona flutti Stúlkuna frá Kænugarði í Bíósal Duushúsa í gær við undirleik Jónínu Ernu Árnadóttur píanóleikara. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona kynnti.

Á efnisskrá voru úkraínsk þjóðlög, sum hver frá 16. öld. Þessi lög eru venjulega sungin án undirleiks eða með undirleik á kobza, sem er gamalt þjóðlegt úkraínskt hljóðfæri.

Lögin sem Alexandra flutti í gær voru sungin í útsetningum frægra úkraínskra tónskálda á borð við Lisenko, Ljatoshinsjkiy, Zjaremba, Chisko, Verevki og Kaufmana.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024