Strengjatónleikar í Keflavíkurkirkju
– í kvöld kl. 19.30
Strengjasveit skipuð nemendum frá Kristiansand í Noregi og Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, halda tónleika í Keflavíkurkirkju mánudaginn 12. maí kl.19.30.
Mjög fjölbreytt efnisskrá, m.a. Konsert fyrir orgel og strengi eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, þar sem einleikari á orgel er Martin Pearson sem er einn af þekktari orgelleikurum Noregs.
Strengjasveitin frá Kristiansand er skipuð úrvalsnemendum á aldrinum 12 - 18 ára, úr svokölluðum "Laugardagsskóla" sem er samstarfsverkefni Listaskóla Kristiansand, Tónlistardeild Háskólans í Agder og Menningarhússins í Kilden, og formlegt heiti hennar er "Strengjasveit Laugardagsskólans".
Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er skipuð þeim strengjanemendum skólans sem lengst eru komin í námi sínu. Sveitin heldur í tónleikaferð til Póllands 2. júní n.k. og þau verk sem strengjasveitin leikur á tónleikunum á mánudaginn eru hluti af þeirri efnisskrá sem sveitin mun leika í Póllandi.
Stjórnendur eru Unnur Pálsdóttir og Adam Grüchot.
Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.