Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Strandblakvöllur vígður í Grindavík
Þriðjudagur 24. maí 2016 kl. 06:00

Strandblakvöllur vígður í Grindavík

Meðal þess sem Grindvíkingar ætla að gera í tilefni hátíðarinnar Sjóarans síkáta er að vígja formlega nýjan strandblakvöll í nýja ungmennagarðinum í Grindavík . Blásið verður til grillveislu og fyrsta strandblaksmótsins í Grindavík þegar ungmennagarðurinn verður vígður, laugardaginn 4. júní kl. 20:00.
Ungmennaráð hefur unnið að ungmennagarðinum síðastliðið ár, m.a. er búið að setja þar aparólu, grillskýli og kósýskýli. Nú bætist við strandblakvöllur og kósýróla og í næsta áfanga er gert ráð fyrir tromapólínkörfuboltavelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024