Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Strand seglskipsins Jamestown við Hafnir í nýrri bók
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. nóvember 2021 kl. 07:24

Strand seglskipsins Jamestown við Hafnir í nýrri bók

Strand seglskipsins Jamestown við Hafnir á Reykjanesi árið 1881 er nú komið í bók eftir Halldór Svavarsson sem hefur setið við skriftir síðustu fjögur árin. 

Strand Jamestown er einn stærsti atburður Suðurnesjasögunnar og hafði gríðarleg áhrif, m.a. á húsbyggingar á Suðurnesjum. Eftirmálar þess er stórmerkileg saga sem allt of fáir þekkja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Varla er hægt að ímynda sér hvílíkur hvalreki strand þessa fjögur þúsund tonna risastóra skips var fyrir Reyknesinga en þar var fulllestað af unnum eðalvið sem átti að fara undir járnbrautarteina í Englandi. Lengd Jamestown var 110 metrar og hafði enginn á strandstað augum borið jafnstórt skip,“ segir í kynningu bókarinnar.

Halldór rekur sögu skipsins allt frá smíði þess í Bandaríkjunum til nútímans. Mörgum spurningum hefur verið ósvarað í gegnum tíðina eins og hvers vegna skipið var mannlaust. Hvað varð um áhöfnina og hvar var í skipinu. Hvað varð um gríðarlegt magn eðalviðs sem í því var og hvað eru mörg hús á Suðurnesjum og víðar byggð úr timri Jamestown. Svörin er að finna í bókinni sem er mjög áhugaverð, skemmtilega upp sett og auðlesin.